Það var snemma morguns þann 28. júlí 1987 sem tilkynning barst frá ferjunni um að morð hefði verið framið. Hún var þá á siglingu á milli Stokkhólms í Svíþjóð og Turku í Finnlandi. Ungt þýskt par, Schelkle og Taxis, höfðu komið sér fyrir á þyrlupalli skipsins og lagst til svefns. Það gerðu þau um klukkan 1. Tæplega þremur klukkustundum síðar fann hópur danskra pilta þau þar. Þeir komu auga á þau og virtust þau eiga í erfiðleikum með að reisa sig upp. Þegar piltarnir komu nær sáu þeir að þau voru þakin blóði.
Lögreglumenn tóku á móti ferjunni þegar hún lagðist að bryggju í Turku en morðinginn slapp í land. Rannsókn stóð yfir næstu ár en skilaði litlum árangri og á tíunda áratugnum var henni hætt en þó ekki lokað. Nýjar upplýsingar bárust 2016 og hóf finnska lögreglan þá aftur rannsókn og hún hefur nú skilað þeim árangri að ákæra hefur verið gefin út á hendur dönskum karlmanni, fæddum 1969. Hann neitar sök og er ekki í gæsluvarðhaldi. Reiknað er með að málið verði tekið fyrir dóm í maí á næsta ári.