fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Slæmar fréttir frá SÞ – Stefnir í að meðalhitinn hækki um þrjár gráður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 16:31

Losun gróðurhúsalofttegunda er mikil og veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að losun CO2 út í andrúmsloftið hafi dregist saman um sjö prósent á þessu ári er útlitið svart hvað varðar hækkun meðalhita. Hann mun hækka um þrjár gráður á þessari öld að því er segir í nýrri skýrslu frá UNEP, umhverfisáætlun SÞ.

Það er þó ljós í myrkrinu að ef mannkyninu tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður hægt að halda hækkun meðalhitans nær markmiðum Parísarsáttmálans sem kveður á um að stefnt skuli að því að hann hækki ekki um meira en tvær gráður á öldinni.  En SÞ benda á að það dugi ekki bara að koma með fögur fyrirheit, aðgerðir verði einnig að fylgja.

Segja samtökin að með því að byggja á „grænni endurreisn“ eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar og öðrum aðgerðum sé hægt að halda hækkun meðalhitans undir 1,5 gráðum á öldinni.

„2020 er á leið til að verða eitt af hlýjustu árum sögunnar og skógareldar, óveður og þurrkar halda áfram að auka á ringulreiðina. En þrátt fyrir þetta sýnir skýrsla UNEP að græn endurreisn eftir heimsfaraldurinn getur dregið mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og lagt sitt af mörkum til að stöðva loftslagsbreytingarnar,“ sagði Inger Andersen, framkvæmdastjóri UNEP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga