People‘s Vaccine Alliance, eða GAVI, var stofnað árið 2000 til að bæta aðgengi íbúa fátækra ríkja að bóluefnum, bæði nýjum og gömlum sem ekki þykja notuð í nægilega miklum mæli. Bandalagið segir að íbúar 67 fátækra ríkja eigi litla von um að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á næsta ári því aðeins 10% íbúa þeirra geta gert sér vonir um að fá bóluefni.
En í þróuðu ríkjum heimsins er staðan allt önnur. Þau hafa keppst við að verða sér úti um bóluefni og hafa nú pantað svo mikið að þessi ríki, sem telja aðeins 14% jarðarbúa, eiga nú rúmlega helming þeirra bóluefna sem eru í boði.
GAVI hvetur lyfjafyrirtækin til að deila tækni sinni og upplýsingum með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og skorar á ríkisstjórnir hinna þróuðu ríkja að senda bóluefni til þróunarríkjanna til að draga úr þeim efnahagslega mun sem er á milli ríkjanna.
„Það á ekki að neita neinum um aðgang að lífsbjargandi bóluefni vegna þess í hvaða landi þeir búa eða hversu mikla peninga þeir eiga í vasanum,“ sagði Anna Marriott, hjá Oxfam mannúðarsamtökunum sem eru ein af aðildarsamtöku GAVI. CNN skýrir frá þessu.