fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segir að geimverur séu til en mannkynið sé ekki undir það búið að hitta þær

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 20:00

Eru þær að hlusta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má það sem Haim Eshed, ísraelskur ofursti á eftirlaunum og núverandi prófessor, segir þá hafa ísraelsk yfirvöld átt í samskiptum við vitsmunaverur frá öðrum plánetum og það hafa bandarísk yfirvöld einnig átt.

Þetta kom fram í viðtali við hann í Yediot Aharonot dagblaðinu að sögn Jerusalem Post. Eshed var yfirmaður geimöryggismála Ísraels í 30 ár og var þrisvar sinnum sæmdur Ísraelsku öryggisorðunni.

Að sögn sagði Eshed að „Geimbandalagið“ hafi átt í samskiptum við bæði Ísrael og Bandaríkin árum saman en hafi leynt tilvist sinni til að koma í veg fyrir múgæsingu meðal mannkynsins og vilji ekki skýra frá tilvist sinni fyrr en mannkynið er undir það búið að fá svona stórar fréttir.

Eshed, sem er 87 ára, sagði að geimverurnar hafi samið við Bandaríkin því þær virðist vilja rannsaka og skilja uppbyggingu alheimsins. Þetta samstarfsverkefni hafi meðal annars orðið til þess að sameiginlegri neðanjarðarbækistöð hafi verið komið upp á Mars þar sem bæði Bandaríkjamenn og geimverur séu til staðar.

Hann sagði einnig að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, viti af þessu og hafi verið „á brúninni“ með að skýra frá tilveru þeirra. „Geimbandalagið“ hafi þó talið hann af því með því að segja að það vilji forðast múgæsingu og telji að mannkynið verði að ná „stigi þar sem það skilur hvað geimurinn og geimskip eru“ áður en það fær þessar fréttir.

Þegar Eshed var spurður af hverju hann hafi ákveðið að skýra frá þessu núna sagði hann að ástæðan væri hversu miklar breytingar hafi orðið á akademísku landslagi og vegna þess hversu mikillar virðingar hann nýtur í hinum akademíska heimi. „Ef ég hefði sagt þetta fyrir fimm árum hefði ég verið lagður inn á sjúkrahús,“ sagði hann við Yediot.

En það er kannski rétt að hafa í huga að Eshed gaf nýlega út bók sem heitir „The Universe Beyond the Horizon – coversations with Professor Haim Eshed“. Í henni koma fram nákvæmar upplýsingar um hvernig geimverur eiga að sögn að hafa komið í veg fyrir kjarnorkustríð og fleira tengt geimverum. Það er því spurning hvort viðtalið við Yediot hafi verið hluti af kynningarátaki bókarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn