fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný Stjörnustríðsmynd verður frumsýnd 2023

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 08:17

Harrison Ford með leiserbyssu í Star Wars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Walt Disney samsteypan tilkynnti í gær að ný Stjörnustríðsmynd verði frumsýnd um jólin 2023 ef allt gengur upp. Myndin hefur fengið titilinn Rogue Squadron og það er bandaríski leikstjórinn Patty Jenkins sem mun leikstýra henni. Hún er ekki nýgræðingur í leikstjórn og leikstýrði meðal annars Wonder Woman.

Samkvæmt frétt Indiewire þá kemur fram í tilkynningu frá Lucasfilm, sem er í eigu Disney, að í nýju myndinni verði kynnt til sögunnar ný kynslóð flugmanna orustugeimfara og að hinir frægu Jediar muni ekki koma við sögu.

En nýja myndin var ekki eina trompið sem Disney spilaði út í gær. Á fundi með fjárfestum var einnig kynnt að fyrirhugað sé að bæta enn við bæði Marvel- og Stjörnustríðsheimana á efnisveitunni Disney+.

Á næstu árum verða tíu nýjar þáttaraðir sýndar í Stjörnustríðsflokknum og það sama á við um Marvel. Þar á meðal verða tvær hliðarseríur af The Mandalorian. Einnig mun Disney taka 15 Disney- og Pixarmyndir til sýninga á Disney+ auk 15 þáttaraða.

Disney+ er nú með 87 milljónir áskrifenda og hefur fyrirtækið næstum náð því markmiði sem það setti sér um fjölda áskrifenda 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú