ABC skýrir frá þessu. Konan samdi við leigumorðingjann um að hann fengi sem svarar til um tveggja milljóna íslenskra króna fyrir verkið og greiddi hún honum sem svarar til um hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir fram.
Konan var handtekin á mánudaginn í kjölfar húsleitar heima hjá henni. Hún er einnig grunuð um innbrot og þjófnað því lögreglan telur að hún hafi stolið sem nemur um 250.000 íslenskum krónum frá foreldrum sínum í september.
Lögreglan segir að það hafi verið fjárhagslegar hvatir sem lágu að baki hjá konunni því hún átti að erfa eigur foreldra sinna að þeim látnum. Foreldrana grunaði ekki hvað dóttir þeirra hafði í hyggju og hafa aðstoðað lögregluna eftir fremsta megni við rannsókn málsins.