Hér er um farandverkamann frá Filippseyjum að ræða sem braut gegn reglum um sóttkví í Taívan. CNN skýrir frá þessu. Hann var í sóttkví á hóteli í Kaohsiung í Taívan en þar eru reglurnar einfaldar og skýrar hvað varðar sóttkví. Það má ekki yfirgefa hótelherbergið. „Fólk í sóttkví á ekki að halda að það fái ekki sekt ef það yfirgefur herbergi sín,“ sagði talsmaður borgaryfirvalda um málið.
Það var starfsmaður á hótelinu sem tilkynnti um brot mannsins eftir að hann sá það á upptökum eftirlitsmyndavéla.
56 hótel, með 3.000 herbergi, eru notuð undir fólk í sóttkví í Kaohsiung. Strangar sóttvarnareglur í landinu hafa greinilega haft áhrif því þar hafa aðeins 716 smit greinst frá upphafi faraldursins og sjö hafa látist. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikilla lokanna á ýmiskonar samfélagsstarfsemi heldur hefur verið notast við smitrakningu og sóttkví og háar sektir.