fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Dýrar átta sekúndur – Sektaður um 450.000 krónur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 05:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann opnaði dyrnar á hótelherberginu sínu og fór fram á gang í örskotsstund eða nákvæmlega átta sekúndur samkvæmt því sem upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna. En það var nóg og hann varð sem svarar til 450.000 íslenskra króna fátækari.

Hér er um farandverkamann frá Filippseyjum að ræða sem braut gegn reglum um sóttkví í Taívan. CNN skýrir frá þessu. Hann var í sóttkví á hóteli í Kaohsiung í Taívan en þar eru reglurnar einfaldar og skýrar hvað varðar sóttkví. Það má ekki yfirgefa hótelherbergið. „Fólk í sóttkví á ekki að halda að það fái ekki sekt ef það yfirgefur herbergi sín,“ sagði talsmaður borgaryfirvalda um málið.

Það var starfsmaður á hótelinu sem tilkynnti um brot mannsins eftir að hann sá það á upptökum eftirlitsmyndavéla.

56 hótel, með 3.000 herbergi, eru notuð undir fólk í sóttkví í Kaohsiung. Strangar sóttvarnareglur í landinu hafa greinilega haft áhrif því þar hafa aðeins 716 smit greinst frá upphafi faraldursins og sjö hafa látist. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikilla lokanna á ýmiskonar samfélagsstarfsemi heldur hefur verið notast við smitrakningu og sóttkví og háar sektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega