fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Dýrar átta sekúndur – Sektaður um 450.000 krónur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 05:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann opnaði dyrnar á hótelherberginu sínu og fór fram á gang í örskotsstund eða nákvæmlega átta sekúndur samkvæmt því sem upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna. En það var nóg og hann varð sem svarar til 450.000 íslenskra króna fátækari.

Hér er um farandverkamann frá Filippseyjum að ræða sem braut gegn reglum um sóttkví í Taívan. CNN skýrir frá þessu. Hann var í sóttkví á hóteli í Kaohsiung í Taívan en þar eru reglurnar einfaldar og skýrar hvað varðar sóttkví. Það má ekki yfirgefa hótelherbergið. „Fólk í sóttkví á ekki að halda að það fái ekki sekt ef það yfirgefur herbergi sín,“ sagði talsmaður borgaryfirvalda um málið.

Það var starfsmaður á hótelinu sem tilkynnti um brot mannsins eftir að hann sá það á upptökum eftirlitsmyndavéla.

56 hótel, með 3.000 herbergi, eru notuð undir fólk í sóttkví í Kaohsiung. Strangar sóttvarnareglur í landinu hafa greinilega haft áhrif því þar hafa aðeins 716 smit greinst frá upphafi faraldursins og sjö hafa látist. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikilla lokanna á ýmiskonar samfélagsstarfsemi heldur hefur verið notast við smitrakningu og sóttkví og háar sektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki