fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Áhugi Ungverja á rússnesku bóluefni gegn kórónuveirunni er áhyggjuefni fyrir ESB

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 10:00

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungversk yfirvöld hafa áhuga á rússneska Sputnik V bóluefninu gegn kórónuveirunni en það er mjög óvenjulegt að aðildarríki ESB hafi áhuga á rússnesku bóluefni og hefur þetta valdið nokkurri spennu á milli ungverskra stjórnvalda og annarra aðildarríkja ESB.

Miklos Kasler, ráðherra mannauðsmála, skrifaði nýlega á Facebook að væntanlega muni 3.000 til 5.000 Ungverjar taka þátt í klínískum tilraunum á Sputnik V bóluefninu. Þetta gæti orðið til þess að samband ungverskra stjórnvalda við ESB versni enn frekar en það er frekar stirt þessa dagana vegna ágreinings um stöðu mannréttindamála í Ungverjalandi og fjárlög ESB.

Samkvæmt reglum ESB þarf Evrópska lyfjastofnunin að heimila notkun Sputnik V áður en það má nota bóluefnið í aðildarríkjum sambandsins. Sú heimild hefur ekki verið veitt.

Rússar byrjuðu að bólusetja almenning með Sputnik V um síðustu helgi. Meðal þeirra fyrstu til að fá bóluefnið voru læknar, kennarar og starfsfólk félagsmálayfirvalda. Áður var  búið að bólusetja um 100.000 manns í áhættuhópum að sögn Mikhail Murasjko, heilbrigðisráðherra. Vladimír Pútín, forseti, segir að Rússar geti framleitt um tvær milljónir skammta af bóluefninu á næstu dögum.

Rússar voru meðal þeirra fyrstu til að tilkynna að þeir væru byrjaðir að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni og Sputnik V var fyrsta bóluefnið sem fékk samþykkt lyfjaeftirlitsins þar í landi. En margir vísindamenn eru fullir efasemda um rússneska ferlið og í Evrópu og Bandaríkjunum ríkja miklar efasemdir um Sputnik V.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga