fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

80% Dana vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar skoðanakönnun, sem Megafon gerði fyrir TV2 og Politiken, sýnir að 80% Dana vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 þegar hægt verður. Í könnuninni var rætt við 1.095 manns. 80% þeirra sögðust sammála eða mjög sammála um að þeir séu tilbúnir til að láta bólusetja sig þegar bólusetning verður í boði.

Tíu prósent sögðust ósammála eða að mestu ósammála því að þeir vilji láta bólusetja sig. Síðustu tíu prósentin svöruðu annaðhvort ekki eða vissu ekki hvort þau vilja láta bólusetja sig. TV2 skýrir frá þessu.

Jan Pravsgaard Christensen, prófessor hjá ónæmis- og örverufræðideild Kaupmannahafnarháskóla, sagði að niðurstöðurnar gefi tilefni til bjartsýni. „Við reiknum með að 60 til 70% landsmanna þurfi að mynda mótefni til að við náum hjarðónæmi. Ef þessi tala stenst þá erum við á góðri leið með að komast í mark,“ sagði hann.

En þrátt fyrir að 80% segist vilja láta bólusetja sig þá þýðir það ekki að hans mati að þjóðin fari langt yfir hjarðónæmisviðmiðin því vitað sé að bóluefnið virki ekki á suma. „Þegar framleiðendurnir segja að bóluefnið veiti 95% vernd þá verður maður að hafa vissan fyrirvara á því,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi