fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Saksóknari í máli Madeleine McCann er viss í sinni sök – „Ég er sannfærður“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 06:40

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmlega 13 ár síðan Madeleine McCann hvarf úr sumarleyfisíbúð foreldra sinna í Algarve í Portúgal. Hún var þá tæplega fjögurra ára. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. En nú gæti farið að hilla undir lok málsins, að minnsta kosti ef miðað er við það sem þýskur saksóknari segir. Hann segir engan vafa leika á því í sínum huga að Madeleine hafi verið myrt og að ljóst sé hver myrti hana, það breyti ekki þessari skoðun hans að lögreglan sé enn ekki með nægilega góð sönnunargögn í málinu.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að saksóknarinn, Hans Christian Wolters, sé „sannfærður“ um að þýski barnaníðingurinn Christian Brückner, sem þýskir fjölmiðlar nefna alltaf Christian B, hafi numið Madeleine á brott og myrt hana ef litið sé á þau gögn sem fyrir liggja. Christian B er 43 ára og vel þekktur fyrir kynferðisbrot, þar á meðal barnaníð, og ofbeldisverk. Hann er nú í fangelsi í Þýskalandi þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnabrot og því næst hefur hann afplánun dóms vegna nauðgunar.

„Ef þú vissir hvaða sannanir við höfum, þá myndir þú komast að sömu niðurstöðu, en ég get ekki skýrt þér frá smáatriðum því við viljum ekki að hinn grunaði vitið hvaða gögn við höfum – af taktískum ástæðum,“ sagði Wolters.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Christian B bjó í Algarve frá 1996 til 2007. Hann hefur hlotið 17 refsidóma fyrir nauðganir, barnaníð, vörslu barnakláms, rán, innbrot og fíkniefnabrot. Ári áður en Madeleine hvarf flutti hann úr hrörlegu húsi og bjó eftir það í hvítri og gulri Volkswagen T3 Westfalia bifreið nærri Praia de Luz. Madeleine hvarf einmitt frá hóteli í Praia de Luz að kvöldi 3. maí 2007 á meðan foreldrar hennar sátu að snæðingi á nærliggjandi veitingastað.

Bíll Christian B. Mynd: Þýska sambandslögreglan

Foreldrar hennar hafa alla tíð neitað að gefast upp og eru sannfærðir um að hún sé á lífi en þýska lögreglan er viss í sinni sök og telur fullvíst að hún hafi verið myrt fljótlega eftir að hún var numin á brott og að Christian B hafi myrt hana. Þrátt fyrir að lögregluna skorti enn betri sannanir til að geta gefið út ákæru á hendur Christian B þá er hún ekki í neinum vafa um að hann sé maðurinn sem nam Madeleine á brott og myrti.

„Ég get ekki lofað. Ég get ekki ábyrgst að við séum með næg gögn til að gefa út ákæru en ég er sannfærður um þetta því við höfum fram að þessu ekki komist að neinni annarri niðurstöðu,“ sagði Wolters í samtali við BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót