Til að fyllstu nákvæmni sé gætt þá er það raunar 8.848,86 metrar að því er segir í sameiginlegri yfirlýsingu landanna. Bæði löndin sendu mælingamenn upp hlíðar fjallsins til að mæla hæðina.
Mælt frá toppi snjóalaga á toppi fjallsins er fjallið 8.849 metra yfir sjávarmáli en það er þessi hæð sem Nepalmenn hafa alltaf haldið fast í sem opinbera og rétta hæð fjallsins. Kínverjar notuðust hins vegar við mælingu á fjallinu sjálfu, án snjóalaga, og var það 4 metrum lægra samkvæmt þeirra mælingum. Það má því kannski segja að Nepal hafi borið sigur úr býtum í þessari deilu. Yfirvöld í löndunum segja að þessi sameiginlega niðurstaða þeirra sé „ævarandi merki um vinskap Nepal og Kína“.
Auk deilu um hvort taka ætti snjóinn með í mælinguna þá hafa verið uppi umræður um hvort fjallið hafi lækkað aðeins eftir stóran jarðskjálfta í Nepal 2015.