Á laugardaginn skýrði lögreglan frá því að villt dýr hafi orðið Whiteley að bana, hugsanlega fjallaljón. CNN skýrir frá þessu. Lögreglan sagði að krufning hafi leitt þetta í ljós og að lögreglan og sérþjálfaðir veiðiverðir væru nú að reyna að finna ljónið.
Íbúar eru hvattir til að sýna aðgæslu og halda börnum og gæludýrum inni að næturlagi en fjallaljón eru aðallega á ferð að næturlagi. Sjaldgæft er að fjallaljón sýni sig í norðurhluta Texas en yfirvöld sögðu á þriðjudag í síðustu viku að sést hefði til ljóns í Rowlett, sem er úthverfi Dallas, sem er í 160 km fjarlægð frá staðnum þar sem Whiteley var drepinn.