BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að smitum hafi fjölgað mikið í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og að hún setji mark sitt á smittölurnar þessa dagana. En eftir því sem Fauci segir þá geta jólin og áramótin orðið enn stærri áskorun.
Síðustu daga hafa um 200.000 smit greinst á dag og metfjöldi COVID-19 smitaðra liggur á sjúkrahúsum landsins. Fauci, sem verður áfram ráðgjafi um heimsfaraldurinn í nýrri stjórn Joe Biden, segist hafa sömu áhyggjur af jólunum og þakkargjörðarhátíðinni og bendir um leið á að jólin og áramótin geti orðið verri því margir fái lengra frí þá en um þakkargjörðarhátíðina.
„Við erum á mjög krítískum tímapunkti. Við megum ekki víkja frá staðreyndum og gögnum. Þetta er erfiður tími fyrir okkur öll,“ sagði Fauci.