fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Telja að allt að 539.000 Bandaríkjamenn geti látist af völdum COVID-19 til loka mars

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 05:28

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun væntanlega taka marga mánuði að ljúka bólusetningu gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum. Áður en áhrifa bólusetningarinnar fer að gæta af fullum þunga mun heilbrigðiskerfi landsins væntanlega verða undir miklum þrýstingi.

CNBC skýrir frá þessu og segir að í nýrri skýrslu frá Institute for Health Metrics og University of Washington komi fram að fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 geti farið úr núverandi 279.000 í 539.000 í lok mars á næsta ári.

Það mun taka tíma að dreifa bóluefnum um allt land og bólusetja fólk og samkvæmt því sem segir í skýrslunni þá munu bóluefnin væntanlega aðeins koma í veg fyrir 9.000 andlát fram til loka mars. Skjót bólusetning þeirra sem eru í mestu áhættuhópunum gæti bjargað 14.000 til viðbótar að því er segir í skýrslunni. „Fjöldabólusetning þýðir að við getum komist aftur í eðlilegt ástand. En áður eru nokkrir erfiðir mánuðir,“ sagði Christopher Murray, forstjóri Institute for Health Metrics í samtali við CNBC.

Hann sagði að þörf væri á sóttvarnaaðgerðum á köldum vetrarmánuðunum og að sérstaklega væri þörf á því á norðurhveli jarðar að yfirvöld takmarki rétt fólk til að safnast saman og haldi fast í reglur um grímunotkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum