fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Tæplega 1 af hverjum 1.000 Ítölum hefur látist af völdum COVID-19 á árinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 07:50

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía er í þriðja sæti hins skelfilega lista yfir þau lönd þar sem flestir hafa látist af völdum COVID-19 miðað við fjölda látinna á hverja eina milljón íbúa. Rúmlega 60.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 þar í landi en það svarar til þess að tæplega 1 af hverjum 1.000 landsmönnum hafi orðið sjúkdómnum að bráð.

Síðasta sólarhring voru tæplega 19.000 smit staðfest á Ítalíu en 163.550 sýni voru tekin. Heildarfjöldi smitaðra var lægri en daginn áður en þá greindust 21.000 með veiruna en þá voru tekin öllu fleiri sýni eða tæplega 195.000.

Hvað varðar heildarfjölda látinna er Ítalía í sjötta sæti á heimsvísu samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. En þegar horft á fjölda látinna á hverja milljón er landið í þriðja sæti með 1.000 látna af hverri milljón íbúa. Aðeins í Belgíu, þar sem tæplega 1.500 af hverjum milljón íbúum hafa látist af völdum COVID-19, og í Perú, þar sem rúmlega 1.100 af hverjum milljón íbúum hafa látist, er staðan verri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur