Um leið eru aðildarríki ESB hvött til að gæta sérstaklega að starfsemi glæpasamtaka í tengslum við dreifingu og þróun bóluefna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Europol.
Europol hefur nú þegar séð dæmi um tilraunir til að selja fölsk bóluefni á netinu. Þar hefur verið um auglýsingar að ræða á hinu svokallaða „dark web“ þar sem notendur geta farið sínu fram án þess að hægt sé að rekja slóð þeirra.
Það einkennir þessar auglýsingar að þekkt líftæknifyrirtæki eru sögð vera seljendur bóluefnanna. „Þessi fölsku bóluefni geta verið alvarleg ógn við lýðheilsu ef þau eru gagnslaus eða eitruð,“ segir í tilkynningu Europol.
Ástæðan fyrir tilraunum til að selja þessi fölsku bóluefni er mikil eftirspurn eftir bóluefnum gegn kórónuveirunni sem hefur nú orðið rúmlega 1,5 milljónum manna að bana um allan heim.