fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Europol varar við sölu á fölskum bóluefnum á Internetinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 21:00

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópulögreglan Europol hefur sent frá sér aðvörun þar sem hún hvetur fólk og Evrópusambandið til að vera á varðbergi gegn afbrotum tengdum bóluefnum. Tilefnið er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar og bóluefni gegn henni.  Europol varar við sölu á fölskum bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Um leið eru aðildarríki ESB hvött til að gæta sérstaklega að starfsemi glæpasamtaka í tengslum við dreifingu og þróun bóluefna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Europol.

Europol hefur nú þegar séð dæmi um tilraunir til að selja fölsk bóluefni á netinu. Þar hefur verið um auglýsingar að ræða á hinu svokallaða „dark web“ þar sem notendur geta farið sínu fram án þess að hægt sé að rekja slóð þeirra.

Það einkennir þessar auglýsingar að þekkt líftæknifyrirtæki eru sögð vera seljendur bóluefnanna. „Þessi fölsku bóluefni geta verið alvarleg ógn við lýðheilsu ef þau eru gagnslaus eða eitruð,“ segir í tilkynningu Europol.

Ástæðan fyrir tilraunum til að selja þessi fölsku bóluefni er mikil eftirspurn eftir bóluefnum gegn kórónuveirunni sem hefur nú orðið rúmlega 1,5 milljónum manna að bana um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni