fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Europol varar við sölu á fölskum bóluefnum á Internetinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 21:00

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópulögreglan Europol hefur sent frá sér aðvörun þar sem hún hvetur fólk og Evrópusambandið til að vera á varðbergi gegn afbrotum tengdum bóluefnum. Tilefnið er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar og bóluefni gegn henni.  Europol varar við sölu á fölskum bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Um leið eru aðildarríki ESB hvött til að gæta sérstaklega að starfsemi glæpasamtaka í tengslum við dreifingu og þróun bóluefna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Europol.

Europol hefur nú þegar séð dæmi um tilraunir til að selja fölsk bóluefni á netinu. Þar hefur verið um auglýsingar að ræða á hinu svokallaða „dark web“ þar sem notendur geta farið sínu fram án þess að hægt sé að rekja slóð þeirra.

Það einkennir þessar auglýsingar að þekkt líftæknifyrirtæki eru sögð vera seljendur bóluefnanna. „Þessi fölsku bóluefni geta verið alvarleg ógn við lýðheilsu ef þau eru gagnslaus eða eitruð,“ segir í tilkynningu Europol.

Ástæðan fyrir tilraunum til að selja þessi fölsku bóluefni er mikil eftirspurn eftir bóluefnum gegn kórónuveirunni sem hefur nú orðið rúmlega 1,5 milljónum manna að bana um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“