fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Airbus stefnir á að þróa vetnisknúna flugvél innan fimm ára

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 22:00

Er þetta flugvél framtíðarinnar? Mynd:Airbus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur sett sjálfum sér tímamörk fyrir þróun flugvélar sem verður vetnisknúin. Þetta er liður í að gera flugvélar umhverfisvænni og draga úr losun CO2 út í andrúmsloftið.

Á jörðu niðri eiga rafbílar að taka við af ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti en málin hafa þótt snúnari hvað varðar flugiðnaðinn. En Airbus ætlar að leysa málið með vetnisknúnum flugvélum og hefur sett sér það markmið að hafa slíka vél tilbúna innan fimm ár. Bloomberg skýrir frá þessu.

Eins og er þá eru flugvélar knúnar áfram með bensíni og kostirnir við það eru margir. Bensín gefur mikla orku á hvert kíló en það er lykilatriði í flugvélum. Airbus hefur komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að veðja á flugvélar sem ganga fyrir rafhlöðum. Þróun nýrra rafhlaðna er ekki nógu hröð til að rafhlöðurnar verði það umfangslitlar að hægt sé að nota þær í stórum farþegaflugvélum.

Af þessum sökum telur Airbus að vetni sé besti kosturinn en fyrirtækið hefur rannsakað þennan möguleika árum saman. En vetni hefur sína ókosti. Það er dýrt ef framleiða á það CO2-hlutlaust og ekki vinna það úr gasi eða kolum. Einnig þarf auðvitað að vera hægt að fylla á flugvélar á öllum flugvöllum. Vetni er ekki auðvelt viðureignar því það þarf að nota mjög þéttar leiðslur og tanka og auk þess er vetni mjög eldfimt.

Vetni er einnig rúmfrekara en flugvélabensín og því verður ekki nóg að vera með eldsneytistanka á vængjunum eins og er í dag. Af þessum sökum verður Airbus að reyna að finna pláss fyrir vetnistanka inni í flugvélunum eða þá að lengja þær um nokkra metra. Fyrirtækið vinnur einnig að þróun nýrra aðferða til að smíða flugvélar. Þá verða vélarnar í raun bara einn stór vængur. Þá er búið að leysa plássvandamálið en svo róttæk breyting á smíði flugvéla veldur ákveðnum vandræðum, ekki síst hvað varðar að fá flugmálayfirvöld til að samþykkja vélarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi