CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í síðust viku hafi hópur breskra þingmanna sagt að allt að 50 milljarðar punda í reiðufé séu „týndir“ og hvöttu Englandsbanka til að rannsaka málið. „Þessir peningar eru einhvers staðar í geymslu en Englandsbanki veit ekki hvar eða af hverju og virðist ekki mjög forvitinn um það,“ sagði Meg Hillier, formaður the House of Commons Public Accounts Committee, sem hefur eftirlit með hvernig fjármunum hins opinbera er varið, í yfirlýsingu. „Bankinn þarf að hafa meiri áhyggjur af hvar þessir 50 milljarðar eru,“ sagði hún einnig.
Englandsbanki svaraði að bragði og sagði að almenningur þurfi ekki að segja bankanum af hverju hann vill geyma peningaseðla. Þetta þýði að peningaseðlarnir séu ekki týndir.