fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Brá illilega í brún – Risastór könguló var búin að koma sér fyrir undir hurðarhúninum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. desember 2020 21:15

Hún var búin að koma sér vel fyrir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christine Jones, frá New South Wales í Ástralíu, brá illilega í brún nýlega þegar hún ætlaði að fara að setjast inn í bílinn sinn. Hún sá að eitthvað stórt og loðið hafði komið sér vel fyrir undir hurðarhúninum. Christine hélt í fyrstu að um loðna fiðrildalirfu væri að ræða en þegar hún kom nær bílnum sá hún að um risastóra könguló var að ræða.

Hún skrifaði um þetta í Facebookhóp þar sem Ástralar hjálpast að við að bera kennsl á köngulær en af þeim er nóg í Ástralíu. „Ég hef ekki notað bílinn minn í viku,“ skrifaði hún.

Meðlimir hópsins voru nokkuð sammála um að um huntsman könguló væri að ræða. Þær geta orðið risastóra en eru hvorki hættulegar né árásargjarnar.

https://www.facebook.com/abcinsydney/posts/10159200114594015

Mörg þúsund manns hafa tjáð sig um málið. Einn stakk upp á Christine myndi stinga köngulóna með priki til að fá hana til að hlaupa í burtu. Annar taldi að það væri nú ekki mjög góð hugmynd, „Köngulóin tekur prikið bara af henni og potar í hana,“ skrifaði sá.

„Því miður, þetta er ekki lengur bíllinn þinn. Köngulóin á hann núna,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú