fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bandaríkjastjórn viðurkennir útlagastjórn Tíbet

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. desember 2020 17:45

Lobsang Sangay. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var tekið á móti Lobsang Sangay, forseta útlagastjórnar Tíbet, í Hvíta húsinu. Þetta markar virkari stefnu Bandaríkjanna í málefnum Tíbet en aldrei fyrr hefur verið tekið á móti leiðtoga útlagastjórnarinnar í Hvíta húsinu. Dalai Lama, sem er trúarlegur leiðtogi Tíbet, hefur reglulega heimsótt Bandaríkin og hitti Barack Obama, fyrrum forseta, fjórum sinnum þrátt fyrir hörð mótmæli Kinverja.

En fundur Sangay í Hvíta húsinu með meðal annarra Robert Destro, sem er sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Tíbet, markar upphafið að nýrri stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Tíbet.

Sangay er lýðræðislega kjörinn leiðtogi útlagasamfélags Tíbeta sem hafa safnast saman í regnhlífarsamtökunum Central Tibetan Administration (CTA). Ríkisstjórnin og þingið halda til í Dharamshala á Indlandi þar sem tíbeskir útlagar komu sér upp höfuðstöðvum eftir misheppnaða uppreisn 1959 og flótta frá Tíbet í kjölfarið. Samfélag Tíbeta í útlegð telur um 150.000 manns sem eru dreifðir um allan heim. Flestir eru á Indlandi, Nepal og Bútan en einnig búa margir í Bandaríkjunum og Kanada. Þeir kjósa til þings og kjósa sér forseta sem hefur pólitískt vald eftir að Dalai Lama afsalaði sér völdum sem pólitískur leiðtogi.

Í 60 ár hafa bandarísk stjórnvöld neitað að viðurkenna útlagastjórnina eða taka formlega á móti leiðtoga hennar. Samskipti hafa þó verið á milli aðilanna síðasta áratuginn eða svo en heimsókn Sangay var fyrsta opinbera heimsóknin. Það  þýðir í raun að Bandaríkjastjórn hefur nú viðurkennt útlagastjórnina sem löglegan fulltrúa ofsóttra og landflótta útlaga frá hernumdu landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn