Mörgum finnst algjörlega ómissandi að borða Quality Street í desember og það á við um Hull. En hann ákvað að telja molana í dósinni sinni til að sjá hvernig þeir skiptust. Í heildina voru 85 molar í dollunni en aðeins fjórir þeirra voru fjólubláir en það eru uppáhaldsmolar Hull. Það voru einnig bara fjórir grænir þríhyrningar. En 11 molar voru af þeim appelsínugulu og gulum karamellum.
„Ég hafði smá tíma aflögu í dag svo ég taldi upp úr Quality Street dósinni minni. Bara 4 fjólubláir (4,7%) og 11 (12,9%) appelsínugulir. Enn eitt áfallið 2020. Við hvern kvarta ég? #inequalitystreet,“ skrifaði hann í lauslegri þýðingu.
Bit of spare time on my hands today so I audited the unopened Quality Street tin. Just 4 purples (4.7%) and yet a massive 11 (12.9%) orange ones. Another blow for 2020. Who do I complain to? #inequalitystreet pic.twitter.com/8cDu6yDbcP
— Stephen Hull (@stephenbhull) November 29, 2020
Fleiri fylgdu í kjölfarið og könnuðu innihald dósanna sinna, þar á meðal @Tatedavies. Niðurstaða hans var að lítið var af fjólubláum og grænu þríhyrningunum en mikið af jarðaberjamolunum. „Gerði það sama til að kanna fjölbreytnina. Ég er með 7,5% fjólubláa og 11,9%. Áhugavert en þar sem mér líkar ekki við hnetur er ég sáttur við hlutföllin,“ skrifaði hann.