Læknar eru meðal þeirra sem nota andlitsgrímur mikið starfs síns vegna og meðal þeirra er Daniel M. Heiferman, taugaskurðlæknir á Semmes Murphey Clinic í Tennessee í Bandaríkjunum. Hann birti nýlega einfalt ráð á Twitter um hvernig er hægt að sleppa við móðu. Það þarf ekki mikið til þess, plástur.
Plástur er eitthvað sem er til á flestum heimilum og því ættu flestir að geta fylgt þessu ráði.
If you’re having a hard time with glasses fogging or keeping your mask up over your nose, a simple bandaid does wonders. Learned it in the OR.
Feel free to share, it may save lives! pic.twitter.com/RBG8JGUzFS
— Daniel M. Heiferman, MD (@DanHeifermanMD) November 12, 2020
„Ef þú glímir við að móða sest á gleraugun þín eða að gríman dettur niður fyrir nefið þá getur einfaldur plástur gert kraftaverk. Ég lærði þetta í skurðstofunni. Deilið þessu gjarnan, það bjargar kannski mannslífi!“
Skrifaði hann og birti mynd af sér með plástur á nefinu.