fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Svona er hægt að losna við móðu á gleraugum þegar andlitsgrímur eru notaðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 18:30

Grímuskyldu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pirrar það þig að það kemur oft móða á gleraugun þín þegar þú notar andlitsgrímu? Það pirrar að minnsta kosti mjög marga en sem betur fer er til einfalt ráð gegn þessu og það er gott að kunna það á þessum tímum sem við þurfum að nota andlitsgrímur oft og víða.

Læknar eru meðal þeirra sem nota andlitsgrímur mikið starfs síns vegna og meðal þeirra er Daniel M. Heiferman, taugaskurðlæknir á Semmes Murphey Clinic í Tennessee í Bandaríkjunum. Hann birti nýlega einfalt ráð á Twitter um hvernig er hægt að sleppa við móðu. Það þarf ekki mikið til þess, plástur.

Plástur er eitthvað sem er til á flestum heimilum og því ættu flestir að geta fylgt þessu ráði.

„Ef þú glímir við að móða sest á gleraugun þín eða að gríman dettur niður fyrir nefið þá getur einfaldur plástur gert kraftaverk. Ég lærði þetta í skurðstofunni. Deilið þessu gjarnan, það bjargar kannski mannslífi!“

Skrifaði hann og birti mynd af sér með plástur á nefinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?