Sterling sem er Repúblikani sagði þetta á fréttamannafundi á þriðjudaginn. „Hættu að veita fólki innblástur til ofbeldisverka. Einhver særist, einhver verður skotinn, einhver verður drepinn. Þetta hefur gengið of langt og þessu verður að linna núna,“ sagði hann.
Hann sagði að hótanirnar séu orðnar svo alvarlegar að lögreglumenn gæti heimilis hans. Hann sagði einnig að maki Brad Raffensperger, innanríkisráðherra ríkisins, hafi fengið sendar „kynferðislegar hótanir“ í smáskilaboðum. Einum starfsmanni kjörstjórnar hefur einnig verið hótað lífláti. „Þessu verður að linna nú hr. forseti, þú hefur ekki fordæmt orðræðuna eða gerðir fólks. Það er þörf á að þú látir í þér heyra og ef þú vilt vera leiðtogi verður þú að vera í fararbroddi,“ sagði hann.