Videnskab.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að þegar læknar sáu sónarmyndirnar hafi þeir séð fjölda lifandi orma í maga mannsins. Hann var lagður inn á sjúkrahús degi áður þar sem hann var með magaverki, niðurgang og uppköst.
Fyrstu rannsóknir sýndu að hann var með há gildi af hvítum blóðkornum, sem er yfirleitt merki um sýkingu, og mikið magn hemoglóbíns en það getur verið merki um allt frá ofþornun til blóðkrabbameins. Það var ekki fyrr en sónarmynd var tekin sem í ljós kom hver ástæða veikindanna var.
Í framhaldinu var saur mannsins rannsakaður og fundust þá egg spóluorms, Ascaris lumbircoides, sem er sníkjudýr af hringormaætt. Hann getur orðið allt að 30 sm á lengd og er algengasta sníkjudýrið í mönnum. Talið er að 800 milljónir til 1,2 milljarðar manna séu með orma af þessari tegund í iðrum sér.
Ormurinn er algengur í heitum löndum þar sem hreinlætisaðstæður eru bágbornar og erfitt er að verða sér úti um hreinlætisefni. Ormurinn er algengur á Indlandi.