Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að Burrell hafi verið yfirþjónn drottningarinnar og síðan Díönu prinsessu í 10 ár. Hann segir að drottningin búi yfir „miklum sjálfsaga“ og hámi ekki í sig kalkún, fyllingu eða svínakjöt. En hins vegar elski hún að vaska upp og fái aðstoð frá þjónum við að þurrka leirtauið en sjálf vilji hún vera í gúmmíhönskum og sjá um uppvaskið sjálft. Hann segir hana sérstaklega áfjáða í að vaska upp þegar hún dvelur í Balmoral.
Þetta kom fram í hlaðvarpinu The Secret podcast þar sem Burrell ræddi við Vicky Pattison.
Drottningin dvelur yfirleitt í Balmoral í Skotlandi á sumrinu og er stór hluti fjölskyldu hennar oft hjá henni. Þetta hefur þó farið úr skorðum á þessu ári vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Juliet Rieden, sem hefur skrifað mikið um konungsfjölskylduna, segir að Balmoral, sem hefur verið einn af dvalarstöðum konungsfjölskyldunnar síðan 1852, sé í miklu uppáhaldi hjá drottningunni og að þar lifi hún einna „eðlilegasta“ lífinu. „Þarna elskar hún að vera, þetta er frí fyrir hana. Hún sagði alltaf að þarna fyndist henni hún vera hún sjálf og nyti mesta frelsisins,“ sagði Rieden.