fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ól son á dánarbeðinum – COVID-19 varð nær öllum ættingjum hans að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 05:26

Svetlana Sorochinskaya. Mynd:Samfélagsmiðlar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svetlana Sorochinskaya, 36 ára frá St Pétursborg í Rússlandi, lést nýlega á sjúkrahúsi í borginni. Hún hafði verið í öndunarvél um hríð en hún var með COVID-19. Skömmu áður en hún lést ól hún son en þá var hún komin í öndunarvél. Hún náði ekki að sjá son sinn áður en hún lést. Nokkrum dögum áður en hún lést féll faðir hennar í valinn af völdum COVID-19 og nokkrum dögum eftir andlát hennar lést móðir hennar af völdum COVID-19.

Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að litli drengurinn sé því einn eftirlifandi úr fjölskyldunni. Talið er að Svetlana hafi smitast af föður sínum, Kirey Pinchin 64 ára, þegar hann lá á sjúkrahúsi í kjölfar hjartaaðgerðar. Hann lést þann 5. nóvember, átta dögum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Eftir andlát hans skrifaði Svetlana á samfélagsmiðla: „Pabbi minn . . . þú varst besti maður í heimi. Ég mun elska þig að eilífu. Þú fékkst ekki nógu langan tíma til að sjá dótturson þinn.“

Svetlana Sorochinskaya og faðir hennar. Mynd:Samfélagsmiðlar

Skömmu síðar fór Svetlanda á sjúkrahús vegna barnsburðarins. Þegar í ljós kom að hún var með COVID-19 var hún send á smitsjúkdómadeild. Þremur dögum síðar ól hún son sinn, sex vikum fyrir tímann. Nokkrum klukkustundum síðar lést hún. Sonurinn fékk nafnið Kirey eftir afa sínum. Áður en Svetlana lést hafði móðir hennar, Vera 62 ára, veikst af COVID-19, og lést hún nokkrum dögum síðar.

Í kjölfar andlátsins hófst barátta um forræði yfir Kirey en Svetlanda, sem var fráskilin, vildi ekki skýra frá hver er faðir hans. Kirey er enn á sjúkrahúsi en hann er einkaerfingi að eignum móður sinnar og afa og ömmu. Þau áttu meðal annars tvær verðmætar íbúðir í St Pétursborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til