Reuters segir að tölvuþrjótarnir hafi notað LinkedIn og WhatsApp og þóst vera hausaveiðarar að leita að starfsfólki. Þannig hafi þeir reynt að komast í samband við starfsfólk AstraZenece, þar á meðal starfsfólk sem vinnur að þróun bóluefnisins, og bjóða því störf sem ekki eru til.
Tölvuþrjótarnir sendu skjöl, sum úr rússneskum netföngum, með starfslýsingum. En þessi sköl voru hlaðin tölvuveirum sem gátu veitt þeim aðgang að tölvum viðtakendanna. Ekki er talið að þessi tilraun þeirra hafi borið neinn árangur.
Talsmenn AstraZeneca vildu ekki tjá sig um málið en Oxford háskóli, sem vinnur með AstraZeneca að gerð bóluefnisins, sagði í yfirlýsingu, sem var send til CNN, að háskólinn vinni náið með bresku tölvuöryggissveitinni til að tryggja öryggi verkefnisins.