fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Blóðprufa getur hjálpað til við að spá fyrir um Alzheimers-sjúkdóminn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að blóðprufa geti gagnast við að spá fyrir um hvort fólk eigi á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Vísindamenn segja þetta hugsanlega vera vendipunkt í baráttunni við þennan hræðilega sjúkdóm.

Um 50 milljónir jarðarbúa þjást af Alzheimers-sjúkdómnum sem veldur vitglöpum. Á heimsvísu er það Alzheimers-sjúkdómurinn sem veldur um helmingi allra tilfella vitglapa.

Talið er að uppsöfnun prótína í heila sjúklinga valdi sjúkdómnum. Hægt er að greina sum þessara prótína í blóðprufum. Prufurnar geta sýnt hversu mikill þéttleiki þeirra er. Í rannsókninni var þessi aðferð notuð til að greina sjúkdóminn mörgum árum áður en fyrstu sjúkdómseinkennin gerðu vart við sig.

Í grein í vísindaritinu Nature Aging lýsa höfundar rannsóknarinnar því hvernig þeir þróuðu líkön af hversu mikil hætta er á að einstaklingar þrói sjúkdóminn með sér. Þeir skoðuðu tvö mikilvæg prótín í blóðprufum 550 sjúklinga sem eru með væg vitglöp. Rannsókn þeirra leiddi í ljós að með þessari aðferð var hægt að spá fyrir um Alzheimers-sjúkdóminn með 88% öryggi á fjögurra ára tímabili. Niðurstaðan er talin mjög lofandi, ekki síst vegna þess að aðferðin er einföld og ódýr.

Richard Oakley, rannsóknarstjóri hjá Alzheimer‘s Society, segir að stærsta áskorunin sé að geta greint sjúkdóminn nægilega snemma til að hægt sé að nota nýjar meðferðir við honum, meðferðir sem séu enn í þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi