fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Útgöngubann að næturlagi fyrir meirihluta Portúgala

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 13:15

Frá Lissabon í Portúgal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með deginum í dag munu um sjö milljónir Portúgala búa við útgöngubann að næturlagi. Um tíu milljónir búa í landinu svo 70% landsmanna munu þurfa að halda sig heima við frá klukkan 23 til 05 næsta morgun.

Útgöngubannið nær til 121 af 308 sveitarfélögum landsins og gildir í 15 daga samkvæmt neyðarlögum. Þau er síðan hægt að framlengja um 15 daga í einu, í raun endalaust. Þeir sem vinna að næturlagi verða undanþegnir banninu. Um 70% landsmanna búa í þessu 121 sveitarfélagi en þeirra á meðal eru Lissabon og Porto. Um helgar gildir útgöngubannið frá klukkan 13 til 05 næsta morgun.

Margar verslanir verða lokaðar á þessum tíma en veitingastaðir mega senda mat heim til fólks.

Í samanburði við önnur Evrópuríki hefur Portúgal sloppið ágætlega frá kórónuveirunni. Þar hafa rúmlega 173.000 greinst með smit og 2.850 hafa látist af völdum COVID-19. En það hefur sigið heldur á ógæfuhliðina að undanförnu, á laugardaginn greindust til dæmis 6.640 ný smit. 2.420 voru þá á sjúkrahúsi, þar af 366 á gjörgæsludeild.

Það veldur hins vegar áhyggjum að hvergi í Evrópu eru færri pláss á gjörgæsludeildum á hverja 100.000 íbúa en í Portúgal. Í heildina geta gjörgæsludeildir landsins tekið við um 800 sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna