Þessu halda tvær fyrrum aðstoðarkonur Melania fram. Omarosa Manigault Newmann er önnur þeirra og segir hún að Melania telji niður mínúturnar þar til Trump lætur af embætti í janúar svo hún geti sótt um skilnað. Newmann segir að Melania vilji ekki sækja um skilnað á meðan Trump gegnir forsetaembættinu. Daily Mail skýrir frá þessu.
„Ef Melania myndi niðurlægja Trump á grófan hátt og fara frá honum á meðan hann er enn forseti myndi hann finna leið til að refsa henni,“ sagði Newmann.
Stephanie Wolkoff, sem er einnig fyrrum aðstoðarkona Melania, hefur einnig tjáð sig um hjónaband forsetahjónanna. Hún hefur meðal annars sagt að þau deili ekki svefnherbergi né rúmi í Hvíta húsinu og segir hjónaband þeirra bara vera að forminu til, ekkert meira sé á bak við það.
Melania hefur sjálft sagt að samband þeirra hjóna sé dásamlegt og Trump hefur sagt að þau rífist aldrei.
Í kaupmála Trump og fyrrum eiginkonu hans, Marla Maples, segir að hún megi ekki tjá sig um Trump á gagnrýninn hátt í viðtölum og að hún megi ekki skrifa bók um hann. Christina Previte, lögmaður, telur ekki ólíklegt að svipuð ákvæði séu í kaupmála Trump og Melania og sáir þar með efasemdum um hversu gott hjónaband þeirra er.