fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Hyggjast flytja kanadíska ríkisborgara frá Hong Kong ef þörf krefur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 13:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk yfirvöld hafa gert áætlunum brottflutning allt að 300.000 kanadískra ríkisborgara frá Hong Kong ef nauðsyn krefur. Embættismenn segja að þeir geti hins vegar lítið gert til að aðstoða lýðræðissinna sem leita skjóls undan kínverskum yfirvöldum.

Samkvæmt frétt The Guardian þá sagði Jeff Nankivell, aðalræðismaður Kanada í Hong Kong og Macau, þingnefnd að stjórnvöld hafi gert áætlun um hvernig þau geti aðstoðað tæplega 300.000 Kanadamenn sem búa í Hong Kong ef staðan í héraðinu versnar enn frekar.

„Við erum með nákvæma áætlun og nauðsynlegar bjargir til staðar og getum brugðist við margvíslegum aðstæðum sem kalla á skjótan brottflutning margra Kanadamanna,“

sagði hann þingnefndinni.

„Eins og staðan er núna virðast líkurnar á slíkum aðstæðum vera litlar en það er starf okkar að vera undirbúin undir verstu hugsanlegu aðstæður.“

Það þykir hafa gefið þessum áætlunum aukið vægi að kínversk stjórnvöld innleiddu stranga öryggislöggjöf í Hong Kong í sumar til að berja niður mótmæli lýðræðissinna.

Líklegt þykir að ummæli Nankivell muni auka spennuna á milli Kína og Kanada enn frekar. Kínverjar hafa verið mjög ósáttir við Kanadamenn eftir að kanadísk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við aðgerðasinna í Hong Kong og sagði kínverski sendiherrann í Kanada af því tilefni að „íhlutun í kínversk innanríkismál“ geti hugsanlega stefnt „heilsu og öryggi“ kanadískra ríkisborgara, sem búa á svæðinu, í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið