fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Hyggjast flytja kanadíska ríkisborgara frá Hong Kong ef þörf krefur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 13:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk yfirvöld hafa gert áætlunum brottflutning allt að 300.000 kanadískra ríkisborgara frá Hong Kong ef nauðsyn krefur. Embættismenn segja að þeir geti hins vegar lítið gert til að aðstoða lýðræðissinna sem leita skjóls undan kínverskum yfirvöldum.

Samkvæmt frétt The Guardian þá sagði Jeff Nankivell, aðalræðismaður Kanada í Hong Kong og Macau, þingnefnd að stjórnvöld hafi gert áætlun um hvernig þau geti aðstoðað tæplega 300.000 Kanadamenn sem búa í Hong Kong ef staðan í héraðinu versnar enn frekar.

„Við erum með nákvæma áætlun og nauðsynlegar bjargir til staðar og getum brugðist við margvíslegum aðstæðum sem kalla á skjótan brottflutning margra Kanadamanna,“

sagði hann þingnefndinni.

„Eins og staðan er núna virðast líkurnar á slíkum aðstæðum vera litlar en það er starf okkar að vera undirbúin undir verstu hugsanlegu aðstæður.“

Það þykir hafa gefið þessum áætlunum aukið vægi að kínversk stjórnvöld innleiddu stranga öryggislöggjöf í Hong Kong í sumar til að berja niður mótmæli lýðræðissinna.

Líklegt þykir að ummæli Nankivell muni auka spennuna á milli Kína og Kanada enn frekar. Kínverjar hafa verið mjög ósáttir við Kanadamenn eftir að kanadísk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við aðgerðasinna í Hong Kong og sagði kínverski sendiherrann í Kanada af því tilefni að „íhlutun í kínversk innanríkismál“ geti hugsanlega stefnt „heilsu og öryggi“ kanadískra ríkisborgara, sem búa á svæðinu, í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland