fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Hyggjast flytja kanadíska ríkisborgara frá Hong Kong ef þörf krefur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 13:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk yfirvöld hafa gert áætlunum brottflutning allt að 300.000 kanadískra ríkisborgara frá Hong Kong ef nauðsyn krefur. Embættismenn segja að þeir geti hins vegar lítið gert til að aðstoða lýðræðissinna sem leita skjóls undan kínverskum yfirvöldum.

Samkvæmt frétt The Guardian þá sagði Jeff Nankivell, aðalræðismaður Kanada í Hong Kong og Macau, þingnefnd að stjórnvöld hafi gert áætlun um hvernig þau geti aðstoðað tæplega 300.000 Kanadamenn sem búa í Hong Kong ef staðan í héraðinu versnar enn frekar.

„Við erum með nákvæma áætlun og nauðsynlegar bjargir til staðar og getum brugðist við margvíslegum aðstæðum sem kalla á skjótan brottflutning margra Kanadamanna,“

sagði hann þingnefndinni.

„Eins og staðan er núna virðast líkurnar á slíkum aðstæðum vera litlar en það er starf okkar að vera undirbúin undir verstu hugsanlegu aðstæður.“

Það þykir hafa gefið þessum áætlunum aukið vægi að kínversk stjórnvöld innleiddu stranga öryggislöggjöf í Hong Kong í sumar til að berja niður mótmæli lýðræðissinna.

Líklegt þykir að ummæli Nankivell muni auka spennuna á milli Kína og Kanada enn frekar. Kínverjar hafa verið mjög ósáttir við Kanadamenn eftir að kanadísk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við aðgerðasinna í Hong Kong og sagði kínverski sendiherrann í Kanada af því tilefni að „íhlutun í kínversk innanríkismál“ geti hugsanlega stefnt „heilsu og öryggi“ kanadískra ríkisborgara, sem búa á svæðinu, í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur