Í dag vitum við einnig að krákur nota verkfæri og það gera einnig fleiri dýr. Uppgötvun Goodall hafði í för með sér að við urðum að endurmeta skoðun okkar og skilning á hvað gerir okkur mennina sérstaka. En við höfum lengi haldið að við séum eina tegundin sem hefur haft hæfileika til að búa til þróuð verkfæri úr öðru en steinum. En nú þurfum við að endurskoða þessa sannfæringu okkar.
Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur uppgötvað að forfeður okkar af tegundinni Homo erectus gátu búið til nokkurskonar hnífa, með tönnum, fyrir um 800.000 árum. Það er 500.000 árum áður en við nútímamennirnir, Homo sapiens, komum fram á sjónarsviðið.
En þrátt fyrir að þetta verkfæri sanni að Homo erectus voru góðir handverksmenn og gáfaðri en við héldum þá hafa vísindamenn ekki hugmynd um til hvers þeir notuðu þetta verkfæri. Það gæti hafa verið notað sem spjót til fiskveiða eða til einhvers allt annars.
Verkfærið fannst á tíunda áratugnum í Olduvai í Tansaníu en fram að þessu héldu vísindamenn að það væri mun yngra en það er. En nýjar rannsóknir hafa sýnt að það er um 800.000 ára gamalt.