fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Fyrstu mennirnir voru ótrúlega greindir – Verkfæri þeirra eru 700.000 árum eldri en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 08:00

Verkfæri gert af forfeðrum okkar. Mynd:University College London

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn héldum við að menn væru eina dýrategundin sem notaði verkfæri. Hin heimsfræga vísindakona Jane Goodall afsannaði þetta á sjöunda áratugnum þegar hún stundaði rannsóknir á simpönsum. Hún sá meðal annars að þeir notuðu prik til að lokka termíta út úr búum sínum.

Í dag vitum við einnig að krákur nota verkfæri og það gera einnig fleiri dýr. Uppgötvun Goodall hafði í för með sér að við urðum að endurmeta skoðun okkar og skilning á hvað gerir okkur mennina sérstaka. En við höfum lengi haldið að við séum eina tegundin sem hefur haft hæfileika til að búa til þróuð verkfæri úr öðru en steinum. En nú þurfum við að endurskoða þessa sannfæringu okkar.

Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur uppgötvað að forfeður okkar af tegundinni Homo erectus gátu búið til nokkurskonar hnífa, með tönnum, fyrir um 800.000 árum. Það er 500.000 árum áður en við nútímamennirnir, Homo sapiens, komum fram á sjónarsviðið.

En þrátt fyrir að þetta verkfæri sanni að Homo erectus voru góðir handverksmenn og gáfaðri en við héldum þá hafa vísindamenn ekki hugmynd um til hvers þeir notuðu þetta verkfæri. Það gæti hafa verið notað sem spjót til fiskveiða eða til einhvers allt annars.

Verkfærið fannst á tíunda áratugnum í Olduvai í Tansaníu en fram að þessu héldu vísindamenn að það væri mun yngra en það er. En nýjar rannsóknir hafa sýnt að það er um 800.000 ára gamalt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“