Drónunum er flogið yfir eldfjöll þar sem þeir taka sýni úr andrúmsloftinu sem er síðan hægt að rannsaka og mæla hversu mikið er af einstökum lofttegundum í því. Þessi tækni er þó ekki ein og sér nægilega góð til að hægt sé að segja til um yfirvofandi eldgos en hún er mikilvægur þáttur í þróun aðferða til að spá fyrir um gos. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.
Fram kemur að vísindamennirnir hafi prófað drónana yfir Manam eldfjallinu í Papúa Nýju-Gíneu en þetta er eitt virkasta eldfjall landsins.
Drónunum var flogið upp í tveggja kílómetra hæð og inn í gasský frá eldfjallinu. Þar söfnuðu þeir sýnum sem innihéldu aðallega CO2 (koltvíildi) og SO2 (brennisteinstvíildi). Þessar lofttegundir eru aðallofttegundirnar sem koma frá eldfjöllum og þær er hægt að nota til að fá vísbendingu um yfirvofandi eldgos. Ef magn koltvíildis er mikið miðað við magn brennisteinstvíildis getur það verið vísbending um yfirvofandi eldgos.
Einnig er hægt að nota þessar mælingar til fá vitneskju um hversu mikið CO2 eldfjöll losa út í andrúmsloftið.
Niðurstöður rannsóknar vísindamannanna hafa verið birtar í vísindaritinu Science Advances.