Nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að það sé á valdi hvers vinnustaðar að ákveða hvort kjötlausir dagar verði í viku hverri. Þar með lét ríkisstjórnin undan þrýstingi stéttarfélaga.
Ríkisstjórnin er minnihlutastjórn jafnaðarmanna og eiga stéttarfélögin sér langa sögu innan jafnaðarmannahreyfingarinnar og eru áhrif hennar og tengsl við flokkinn enn mikil.
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace segja að þessi kúvending sé „vandræðaleg“ fyrir ríkisstjórnina og nú séu meiri líkur á að ríkisstjórnin þurfi að bakka með nauðsynlegar breytingar í dönskum landbúnaði. Helene Hagel, hjá Greenpeace í Danmörku, segir að það þurfi að horfast í augu við þá staðreynd að Danir séu stærstu kjötframleiðendur heims miðað við höfðatölu og að 28% losunar á gróðurhúsalofttegundum í Danmörku sé tilkomin vegna kjöt- og mjólkurframleiðslu.