The Guardian skýrir frá þessu.
„Ég get í hreinskilni sagt að þetta gæti hafa verið í gangi um hríð,“
er haft eftir Peter Barkie, lögreglustjóra í Milne Bay héraði þar sem Alotau Town er.
„Ég hef heyrt um þetta síðan ég tók við embætti en ég get aðeins staðfest að tvö mál hafa verið kærð á embættistíð minni.“
Hann sagði jafnframt að nauðganir og önnur kynferðisbrot væru nær aldrei kærð til lögreglunnar. Ástæðurnar séu menningarlegar og félagslega og rótgróði vantraust í garð lögreglunnar.
„Ein helsta ástæðan er að þessar handteknu konur skömmuðust sín og sumar voru giftar og vildu vernda hjónabönd sín og því kærðu þær ekki. Önnur ástæða, fyrir að konurnar kærðu ekki þrátt fyrir að orðrómur væri á kreiki, er að mínu mati að þær voru hræddar við að leggja fram kæru því fólk var hrætt við lögregluna,“
sagði hann jafnframt.