fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Kínverjar breyta námsskrá skóla til að dásama eigin frammistöðu í baráttunni við kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. nóvember 2020 16:00

Kórónuveiran er talin hafa átt upptök í Wuhan í Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld ætla að breyta námsskrám skóla til að leggja meiri áherslu á „baráttuanda“ þjóðarinnar við heimsfaraldri kórónuveirunnar og lofsama viðbrögðin við faraldrinum.

Þessu námsefni verður bætt við hjá grunnskólum og framhaldsskólum í líffræði, heilbrigðisfræði, íþróttum, sögu og bókmenntum. Þetta á að að „auðvelda nemendum að skilja þá grundvallar staðreynd að Flokkurinn og ríkið setja líf og öryggi fólks ofar öllu,“ sagði í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að sögn The Guardian.

Nemendur verða fræddir um helstu tölur og afrek, sem áttu sér stað á meðan stjórn var náð á faraldrinum.  Nemendur munu einnig læra að meta árvekni almennings og hollustu og bæta við þekkingu sína á kostum þess að búa við sósíalískt kerfi með kínverskum einkennum sagði einnig í tilkynningu ráðuneytisins.

Nokkur bakslög komu í baráttuna við faraldurinn innanlands, sérstaklega í upphafi þegar reynt var að breiða yfir hann og þagga niður í heilbrigðisstarfsfólki sem ræddi opinberlega um hann. En kommúnistastjórnin hefur kynnt árangurinn sem sem mjög góðan og í skýrslu sem var  birt í júní upphóf hún árangur sinn og neitaði að reynt hefði verið að breiða yfir nokkuð varðandi faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?