Þessu námsefni verður bætt við hjá grunnskólum og framhaldsskólum í líffræði, heilbrigðisfræði, íþróttum, sögu og bókmenntum. Þetta á að að „auðvelda nemendum að skilja þá grundvallar staðreynd að Flokkurinn og ríkið setja líf og öryggi fólks ofar öllu,“ sagði í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að sögn The Guardian.
Nemendur verða fræddir um helstu tölur og afrek, sem áttu sér stað á meðan stjórn var náð á faraldrinum. Nemendur munu einnig læra að meta árvekni almennings og hollustu og bæta við þekkingu sína á kostum þess að búa við sósíalískt kerfi með kínverskum einkennum sagði einnig í tilkynningu ráðuneytisins.
Nokkur bakslög komu í baráttuna við faraldurinn innanlands, sérstaklega í upphafi þegar reynt var að breiða yfir hann og þagga niður í heilbrigðisstarfsfólki sem ræddi opinberlega um hann. En kommúnistastjórnin hefur kynnt árangurinn sem sem mjög góðan og í skýrslu sem var birt í júní upphóf hún árangur sinn og neitaði að reynt hefði verið að breiða yfir nokkuð varðandi faraldurinn.