Konan, sem er nágranni mannsins, hafði knúið dyra. Þegar hann opnaði stóð konan fyrir utan með hamar í höndinni. Hún hafði brotið rúðu í útidyrunum og látið högg dynja á hurðinni.
Um leið og maðurinn opnaði sló konan til hans með hamrinum en honum tókst að víkja sér undan högginu, loka og hringja í lögregluna.
Lögreglumennirnir hittu á konuna heima hjá henni og var hún ansi illskeytt. Hún öskraði á þá, hrækti og reyndi að úða glerúða í andlit annars þeirra. Hún var því handtekin og kærð fyrir ofbeldi gagnvart lögreglunni. Auk þess var hún kærð fyrir eignaspjöll og tilraun til grófrar líkamsárásar með því að reyna að slá nágrannann með hamri.