fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Hald lagt á ótrúlegt magn kókaíns í Belgíu – 11,5 tonn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 07:45

Frá höfninni í Antwerpen. Mynd: EPA-EFE/OLIVIER HOSLET

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíska lögreglan lagði hald á 11,5 tonn af kókaíni, sem var falið í gámi, á hafnarsvæðinu í Antwerpen þann 27. október. Aldrei fyrr hefur verið lagt hald á svo mikið magn kókaíns þar í landi.

Saksóknarar skýrðu frá þessu í gær. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að kókaínið hafi fundist þegar lögreglan leitaði í fimm gámum sem áttu að innihalda málmrusl.

Verðmæti kókaínsins, sem er mjög sterkt, er talið vera 450 milljónir evra en það svarar til um 74 milljarða íslenskra króna. Þegar búið væri að þynna efnið og selja til neytenda væri söluverðið um 900 milljónir evra eða sem svarar til 148 milljarða íslenskra króna.

Höfnin í Antwerpen er talin vera ein helsta smyglleið á kókaíni frá Suður-Ameríku til Evrópu. Ástæðan er að mikið er um áætlunarsiglingar þaðan til Suður-Ameríku.

Saksóknarar segja að gámarnir, sem kókaínið fannst í, hafi fyrst komið til hafnar í Zeebrügge en hafi síðan verið fluttir til Antwerpen. Það var falið í stálgámum sem voru faldir í enn stærri gámum sem voru sendir frá Gvæjana. Móttakandi þeirra var fyrirtæki í Hollandi. Þrír hafa verið handteknir vegna málsins, tveir í Belgíu og einn í Hollandi.

Málið tengist máli frá í september og október en þá handtók belgíska lögreglan 22 og lagði hald á um þrjár milljónir evra í reiðufé. Allir þessir 22 eru í gæsluvarðhaldi en meðal þeirra er fyrrum yfirmaður hjá belgísku lögreglunni og þrír starfandi lögreglumenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Í gær

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi