fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Einn alræmdasti raðmorðinginn í sögu Suður-Kóreu er hissa á að hafa ekki náðst fyrr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 22:30

Lögreglan leitar að fórnarlambi Lee Chun-jae á síðasta ári. Mynd: EPA-EFE/YONHAP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lee Chun-jaen, 57 ára, hefur játað fyrir dómi í Suður-Kóreu að hafa myrt 14 konur og stúlkur fyrir þremur áratugum í einu þekktasta raðmorðingjamáli landsins. Hann segist hissa á að hafa ekki náðst fyrr.

„Ég vil ekki að þessir glæpir verði grafnir að eilífu,“

sagði Lee fyrir dómi í Suwon. Hann játaði morðin fyrir lögreglunni á síðasta ári en játning hans fyrir dómi var sú fyrsta sem hann gerir fyrir dómi og opinberlega. Áður hafði annar maður, Yoon, verið dæmdur fyrir eitt af morðunum. Hann var látinn laus árið 2008 eftir að hafa setið 20 ár í fangelsi. Fullt nafn hans hefur ekki verið gert opinbert af yfirvöldum. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt 13 ára stúlku. Það var eitt tíu morða sem voru framin á árunum 1986 til 1991 og ganga undir heitinu Hwaseong-morðin.

Hin níu morðin voru óleyst en á síðasta ári hóf lögreglan að rannsaka þau á nýjan leik eftir að lífsýni tengdu Lee við sum þeirra. CNN skýrir frá þessu.

Yoon, sem hafði alla tíð haldið fram sakleysi sínu, fór þá fram á að mál hans yrði tekið fyrir á nýjan leik og það var einmitt í tengslum við þá málsmeðferð sem Lee bar vitni.

Fyrir dómi sagði Lee að hann hefði verið yfirheyrður af lögreglunni á sínum tíma og hafi þá verið með armbandsúr eins fórnarlambanna á sér.

„Ég skil ekki af hverju ég var ekki grunaður. Glæpir áttu sér stað allt í kringum mig og ég reyndi ekki mikið að leyna neinu svo ég hélt að ég myndi auðveldlega nást. Það voru mörg hundruð lögreglumenn. Ég var alltaf að rekast á lögreglumenn en þeir spurðu mig alltaf um annað fólk,“

sagði hann fyrir dómi.

Hann hefur setið í fangelsi síðan 1994 en hann afplánar lífstíðardóm fyrir nauðgun og morð á mágkonu sinni. Ekki er hægt að sækja hann til saka fyrir Hwaseong-morðin því þau eru fyrnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í