Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskólanum. 1.112 andlát, af völdum COVID-19, voru einnig skráð í landinu. Í heildina hafa rúmlega 9,4 milljónir greinst með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum og rúmlega 233.000 hafa látist af völdum COVID-19. Hvergi í heiminum hafa fleiri smit greinst eða fleiri látist af völdum veirunnar.
Dánarhlutfallið er 72,3 á hverja 100.000 íbúa.
Reuters segir að nú liggi rúmlega 50.000 COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum og hafa þeir ekki verið fleiri í þrjá mánuði.
14 ríki tilkynntu um metfjölda innlagna í gær. Í Norður-Dakóta tilkynntu yfirvöld að nú séu aðeins sex pláss laus á gjörgæsludeildum í ríkinu. Fjöldi innlagna á sjúkrahús er góð vísbending um hvernig faraldurinn þróast hverju sinni því það hefur ekki áhrif á þessa tölu hversu mörg sýni eru tekin.