fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Heimilar vopnuðum lögreglumönnum að fara inn á talningarstaði – Óttast afskipti alríkisstjórnarinnar af talningunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 04:56

Atkvæðatalning í Georgíu. Mynd:EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti saksóknurum þar í landi í gær að lögum samkvæmt megi þeir senda vopnaða alríkislögreglumenn á talningarstaði um allt land til að rannsaka kosningasvindl. Tilkynningin var send í tölvupósti.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að tölvupósturinn hafi vakið upp ótta um að alríkisstjórnin hyggist ógna embættismönnum, sem starfa við talningu atkvæða, eða skipta sér af talningunni á annan hátt en Donald Trump, forseti, hefur krafist þess að talningu verði hætt í ríkjum þar sem hann er með færri atkvæði en Joe Biden.

Samkvæmt lögum er óheimilt að senda vopnaða alríkislögreglumenn á kjörstaði á kjördag en ráðuneytið tilkynnti saksóknurum um þá túlkun sína að heimilt sé að senda vopnaða lögreglumenn til kjörstaða og talningarstaða að kjördegi loknum.

Talsmaður dómsmálaráðuneytisins svaraði ekki beiðnum blaðamanna um viðtal vegna málsins.

Það var Richard P. Donoghue, einn af æðstu embættismönnunum á skrifstofu Jeffrey A. Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, sem sendi tölvupóstinn um hálfri klukkustund áður en Trump setti fram órökstuddar ásakanir um kosningasvindl og fór að krefjast þess að talning yrði stöðvuð þar sem hún er honum ekki í hag.

Maura Healey, dómsmálaráðherra Massachusetts, sagði í kjölfar frétta af tölvupóstinum að kosningar séu mál hvers ríkis og ríkin hafi fulla lögsögu yfir þeim og til að stýra því hverjir fá aðgang að talningarstöðum. Allt annað sé algjör rangtúlkun á lögum. Ríkin geti séð um kosningar og muni sjá til þess að vilji kjósenda komi fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”