fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

140 milljarðar í bitcoin skiptu um hendur í fyrradag– Hver tók peningana?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 07:00

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá 2013 hefur jafnvirði eins milljarðs dollara, sem svarar til um 140 milljarða íslenskra króna, legið óhreyft á bitcoinreikningi. Um 70.000 bitcoin er að ræða. Peningarnir tengdust líklega ólöglegri sölu á vopnum, fíkniefnum og fleiru á hinum vafasama Silk Road markaði sem bandaríska alríkislögreglan lokaði 2013 þegar stofnandi markaðarins, Ross Ulbricht, var handtekinn.

Flutningur fjárhæðarinnar í fyrradag hefur vakið upp miklar vangaveltur um örlög þessara illa fengnu rafmyntar. The Guardian skýrir frá þessu.

Eins og með aðra bitcoinreikninga þá gátu allir séð hvað var á honum og að ekki hafði verið hreyft við honum síðan 2013. Silk Road var lokað sex mánuðum eftir að FBI lét til skara skríða og eftir það var ekki hreyft við peningunum, fyrr en seint á þriðjudagskvöldið. Þá var öll upphæðin, að 12 dollara þóknun frádreginni, flutt yfir á nýjan bitcoinreikning.

Tom Robinson, sérfræðingur hjá Elliptic, rafmyntagreiningarfyrirtækinu, sagði að út frá greiningu á bitakeðjunni sé hægt að sjá að peningarnir eigi líklega rætur að rekja til Silk Road. Þeir hafi verið fluttir af reikningi Silk Road í maí 2012 og hafi síðan verið „óvirkir“ þar til í apríl 2013 þegar þeir voru fluttir á nýjan reikning sem þeir hafi legið hreyfingarlausir þar til á þriðjudaginn.

Ross Ulbricht var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi og 40 ár til viðbótar án möguleika á reynslulausn en hann var stofnandi og stjórnandi Silk Road. FBI lagði hald á 174.000 Bitcoin en ekki tókst að leggja hald á meira af hagnaði Silk Road.

Robinson segir óljóst hver flutti peningana á þriðjudaginn. Hugsanlegt sé að Ulbricht eða einhver, sem stundaði viðskipti á Silk Road, hafi flutt þá. Ólíklegt verði þó að teljast að Ulbricht hafi getað flutt bitcoin þar sem hann er í fangelsi.

Ekki er útilokað að einhverjum, einstaklingi eða hópi, hafi tekist að brjótast inn á reikninginn með því að finna lykilorðið að honum. En það verður að hafa í huga að það er eiginlega ómögulegt að giska á aðgangsorð að bitcoinreikningi. Ef afkastamesta ofurtölva heims væri notuð til verksins myndi það taka hana lengri tíma en alheimurinn hefur verið til að finna lykilorðið.

En ef gögn um einstaka reikninga leka út auðveldar það verkið til muna að sögn Robinson. Þá sé þetta gerlegt ef lykilorðið er ekki mjög langt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga