fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Tvíbent jólagjöf Boris Johnson til bresku þjóðarinnar – Gæti verið Trójuhestur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 06:55

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum, vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, um jólin. Þá mega fjölskyldur hittast í fimm daga. En þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir útbreiðslu veirunnar að mati sérfræðinga bresku ríkisstjórnarinnar.

Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið víða um Evrópu á undanförnum vikum og er Bretland þar engin undantekning. Yfirvöld í mörgum löndum hafa sagt að fólk verði að undirbúa sig undir öðruvísi jól þar sem ekki verður slakað á sóttvarnaaðgerðum. En ein af undantekningunum er Bretland. Í síðustu viku tilkynnti Boris Johnson að í fimm daga um jólin megi fólk frá allt að þremur heimilum hittast.

En þessi „jólagjöf“ gæti reynst vera sannkallaður Trójuhestur. Á yfirborðinu hefur þetta í för með sér notalegheit og langþráða samveru en undir yfirborðinu munu smitin krauma og allt að tvöfaldast. Þetta segir ráðgjafanefnd vísindamanna ríkisstjórnarinnar varðandi neyðarástand (Scientific Advisory Board for Emergencies, einnig nefnd Sage). The Guardian skýrir frá þessu.

Sage kynnti Johnson þessa stöðu áður en hann tilkynnti um tilslakanir „Sérhver tilslökun um jólin mun hafa í för með sér aukið smit og aukningu veirunnar í samfélaginu, hugsanlega í miklu magni,“ segir í skjölum sem Sage sendi Johnson en þetta byggist á útreikningum sérfræðinganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans