fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Joe Biden brákaði ökkla um helgina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 04:06

Joe Biden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, brákaði ökkla á laugardaginn þegar hann var að leika við hund sinn, Major. Í tilkynningu frá starfsliði Biden kom fram að hann hefði snúið sig á hægri ökkla og ekki væri að sjá að hann hefði brotnað. En myndataka leiddi í ljós að hinn 78 ára verðandi forseti hafði brotið bein í miðju og hægri hlið við rót fótarins sagði Kevin O‘Connor, læknir Biden, í samtali við NBC News.

O‘Connor sagði að Biden þurfi væntanlega að ganga með spelkur um ökklann í margar vikur.

Fréttin fór ekki fram hjá Donald Trump, sitjandi forseta, sem sendi Biden batakveðju á Twitter.

Biden með Major.

Biden tók Major, sem er þýskur fjárhundur, að sér 2018 en fyrir áttu hann og eiginkonan Jill hundinn Camp sem þau tóku að sér eftir að Biden var kjörinn varaforseti 2008. Þau hafa í hyggju að taka báða hundana með sér í Hvíta húsið þegar þau flytja þangað í janúar og einnig hafa þau í hyggju að fá sér kött.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Í gær

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar