Í vesturhluta New South Wales, South Australia og norðurhluta Victoria fór hitinn í tæplega 45 gráður um helgina.
Ástralska veðurstofan spáir fimm eða sex daga hitabylgju í hlutum New South Wales og suðaustur hluta Queensland. BBC skýrir frá þessu.
Á undanförnum árum hafa Ástralar upplifað lengri og heitari sumur en áður og nefndi Scott Morrison, forsætisráðherra, síðasta sumar „Black Summer“ vegna mikilla gróðurelda sem eyðilögðu tæplega 12 milljónir hektara gróðurs og urðu 33 að bana.