fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Gekk til liðs við Íslamska ríkið – Biður nú um fyrirgefningu og vill koma heim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 21:00

Shamima Begum. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2015 hélt Shamima Begum til Sýrlands ásamt tveimur öðrum unglingsstúlkum, hún var þá 15 ára, til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hún giftist vígamanni  og eignaðist þrjú börn með honum. Þau eru öll sögð látin sem og eiginmaður hennar. Hún dvelur nú sjálf í al-Roj flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Bresk stjórnvöld hafa svipt hana ríkisborgararétti og segja það hafa verið gert þar sem hún muni hafa neikvæð og hugsanleg hættuleg áhrif ef hún fær að koma til Bretlands á nýjan leik. Hún er einnig með ríkisborgararétt í Bangladess.

En Begum vill komast til Bretlands. Í sumar féllst undirréttur á þá kröfu hennar að hún eigi rétt á að koma til Bretlands til að berjast fyrir máli sínu. Ekki verði um sanngjörn réttarhöld að ræða ef hún sé ekki sjálf til staðar. Yfirvöld áfrýjuðu þessari niðurstöðu og nú er komið að hæstarétti að taka afstöðu til málsins.

Þessa dagana er hæstiréttur því að taka afstöðu til hvort þjóðaröryggi sé rétthærra en réttindi borgaranna. Stjórnvöld hafa lagt fram mat frá leyniþjónustunni MI5 um Begum og aðrar svokallaðar IS-brúðir. Í því kemur fram að töluverð hryðjuverkahætta er talin stafa af þeim ef þær fá að koma aftur til Bretlands. MI5 segir að konurnar hafi hlotið þjálfun í skipulagningu hryðjuverka og notkun skotvopna og hafi fengið töluverða þjálfun í hermennsku. Þær eru einnig taldar vera mjög öfgasinnaðar og að mikil hætta sé á að þær geti snúið öðrum til öfgahyggju.

MI5 hefur einnig komið því skýrt á framfæri að leyniþjónustan hafi ekki getu til að vakta Begum og aðrar IS-brúðir ef þær fá að snúa aftur til Bretlands.

Í viðtali við The Times á síðasta ári sagði Begum að hún sjái ekki eftir að hafa farið til Sýrlands en um leið bað hún bresku þjóðina að fyrirgefa sér.

Mál hennar er talið hafa fordæmisgildi fyrir 15 aðrar IS-brúðir og 35 börn þeirra en öll hafa þau verið svipt breskum ríkisborgararétti af öryggisástæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé