fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Hryðjuverk í Vín – Þrír látnir og 14 særðir – Eins hryðjuverkamanns leitað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 04:17

Frá vettvangi hryðjuverks í Vín. Mynd:EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Vín í Austurríki í gærkvöldi. Einn hinna látnu er einn hryðjuverkamannanna en lögreglan skaut hann til bana. Fjórtán eru særðir. Innanríkisráðherra landsins segir að enn sé leitað að einum eða fleiri árásarmönnum.

Árásin hófst um klukkan 20 við Schwedenplatz í miðborginni en þar nærri er meðal annars bænahús gyðinga. Karl Nehammer, innanríkisráðherra, staðfesti fljótlega að um hryðjuverkaárás væri að ræða.

Á tólfta tímanum sagði Nehmann í samtali við ÖRF-sjónvarpsstöðina að einn hryðjuverkamaður hafi verið skotinn til bana og leitað væri að einum til viðbótar hið minnsta. Hann sagði viðkomandi vera þungvopnaðan.

Lögreglan hefur lokað miðborginni af en takmarkar ekki leit sína við miðborgina. Sérstakar sveitir lögreglumanna hafa verið settar saman til að annast leitina að þeim sem ganga lausir og takmarkast leitin ekki við Vín að sögn Nehammer. Eftirlit hefur verið hert á landamærum landsins og herinn hefur verið kallaður til aðstoðar og sér nú um gæslu við erlend sendiráð og aðrar byggingar í borginni.

Lögreglumenn að störfum í nótt. Mynd: EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Fólk er beðið um að halda sig frá miðborginni og börn þurfa ekki að mæta í skóla í dag.

Sebastian Kurz, kanslari, sagði í færslu á Twitter að um „viðbjóðslegt hryðjuverk“ væri að ræða.

14 eru særðir, þar af margir alvarlega. Einn þeirra er lögreglumaður sem var á vakt við bænahús gyðinga. Hryðjuverkamaðurinn sem lögreglan skaut er sagður hafa verið með sprengjuvesti.

Lögreglan segir að skotárásir hafi verið gerðar á sex stöðum í miðborginni, allir eru þeir nærri bænahúsi gyðinga. Gærdagurinn var síðasti dagurinn áður en hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi í Austurríki og voru margir á veitingahúsum í miðborginni að njóta síðustu máltíðanna á veitingahúsum að sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Í gær

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei