fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Eldar ógna Amazon og fleiri svæðum í Suður-Ameríku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 07:50

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Amazon og Pantanal, sem er stærsta votlendissvæði heims, í Suður-Ameríku hafa fleiri eldar logað á þessu ári en öllu síðasta ári. Ástæðan er skógarhögg að mati náttúruverndarsamtakanna WWF.

Brasilíska geimferðastofnunin skráði 17.326 elda í Amazon í október. Það eru tvöfalt fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Á gervihnattarmyndum sáust tæplega 100.000 eldar á fyrstu tíu mánuðum ársins, fleiri en allt árið í fyrra.

Sérfræðingar og ýmis samtök segja að ástæðan fyrir þessu sé sú stefna sem Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rekur. Hann er fullur efasemda um loftslagsbreytingarnar og styður aukið skógarhögg og landbúnað á þessum svæðum.

Oft eru eldar kveiktir til að ryðja land sem á að taka undir landbúnað, sérstaklega undir nautgriparækt. Það hélt ekki aftur af öllum að bann var lagt við slíku í 120 daga í júlí.

Amazonskógurinn er eitt fjölbreyttasta vistkerfi heimsins. Pantanal, sem er sunnar og nær upp að Paragvæ og Bólivíu, býr yfir einum mesta fjölda dýra og planta á einu svæði. Þar voru tæplega 3.000 eldar skráðir í október og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði síðan skráning hófst 1998. Talið er að um 23% votlendisins hafi brunnið á þessu ári en í heildina hafa 21.115 eldar verið skráðir þar það sem af er ári eða tvöfalt fleiri en allt síðasta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“