NRK skýrir frá þessu. Ljóst er að ekki verður nægilega mikið af bóluefni fyrir alla norsku þjóðina í upphafi og því þarf að forgangsraða hverjir fá bóluefni fyrst og telja heilbrigðisyfirvöld rétt að fólk í mikilli yfirþyngd verði meðal þeirra fyrstu til að fá bólusetningu.
Norska landlæknisembættið hefur rannsakað hvaða sjúkdómar auka hættuna á alvarlegum veikindum í tengslum við COVID-19. „Alvarleg offita með BMI upp á 35 eða meira eykur hættuna. Það á til dæmis við um fullorðinn einstakling sem er 175 sm og vegur 110 kg eða meira,“ er haft eftir Preben Aavitsland, yfirlækni hjá landlæknisembættinu.