Nýja bókin heitir „The Nature of Middle-earth“ en í henni eru mörg smáatriði og upplýsingar um þann heim, Miðgarð, sem Tolkien skapaði í kringum Hobbitann og Hringadróttinssögu.
Það er breska bókaútgáfan HarperCollins sem gefur bókina út og segir að bókin muni færa lesendur aftur til Silmerilsins, Hringadróttinssögu og fleiri bóka Tolkiens. CNN skýrir frá þessu.
„Nýja safnið er sannkölluð fjársjóðskista sem veitir lesandanum tækifæri til að kíkja yfir öxl prófessors Tolkien þegar hann er að gera uppgötvanir. Á hverri síðu lifnar Miðgarður við á nýjan leik,“ er haft eftir Chris Smith, forstjóra útgáfunnar.
Hobbitinn og Hringadróttinssaga hafa verið þýddar á rúmlega 70 tungumál og kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum.