fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Ný bók eftir J.R.R. Tolkien kemur út á næsta ári – 47 árum eftir andlát hans

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það teljast stórtíðindi að ný bók kemur út á næsta ári eftir J.R.R. Tolkien, 47 árum eftir andlát hans. Hann er auðvitað þekktastur sem höfundur Hobbitans og Hringadróttinssögu sem flestir þekkja væntanlega.

Nýja bókin heitir „The Nature of Middle-earth“ en í henni eru mörg smáatriði og upplýsingar um þann heim, Miðgarð, sem Tolkien skapaði í kringum Hobbitann og Hringadróttinssögu.

Það er breska bókaútgáfan HarperCollins sem gefur bókina út og segir að bókin muni færa lesendur aftur til Silmerilsins, Hringadróttinssögu og fleiri bóka Tolkiens. CNN skýrir frá þessu.

The Nature of Middle-Earth. Mynd:Harper Collins

„Nýja safnið er sannkölluð fjársjóðskista sem veitir lesandanum tækifæri til að kíkja yfir öxl prófessors Tolkien þegar hann er að gera uppgötvanir. Á hverri síðu lifnar Miðgarður við á nýjan leik,“ er haft eftir Chris Smith, forstjóra útgáfunnar.

Hobbitinn og Hringadróttinssaga hafa verið þýddar á rúmlega 70 tungumál og kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn